Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokks, mun gegna embætti samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra auk þess að vera samstarfsráðherra Norðurlanda.
Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður flokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra, verður menntamálaráðherra, og Ásmundur Einar Daðason, oddviti flokksins í Norðvesturkjördæmi, verður þá ráðherra félagsmála.