Skiptir miklu máli að vera fyrstur

00:00
00:00

<div> <div> <div>

<span>„Mér finnst skipta mjög miklu máli að geta verið fyr­ir­mynd ein­hverra sem eiga erfitt með að viður­kenna eða sætta sig við kyn­hneigð sína,“ seg­ir Guðmund­ur Ingi Guðbrands­son, nýr um­hverf­is­ráðherra en hann verður fyrsti sam­kyn­hneigði karlráðherra þjóðar­inn­ar. </​span>

<span>mbl.is ræddi við Guðmund Inga í dag en hann seg­ir að Katrín Jak­obs­dótt­ir hafi fyrst borið það upp við hann að verða ráðherra í gær. Hlut­irn­ir hafa því breyst hratt hjá hon­um und­an­far­inn sól­ar­hring.</​span>

<span>Guðmund­ur Ingi er með BSc próf í líf­fræði frá Há­skóla Íslands og masters­gráðu í um­hverf­is­fræðum frá Yale há­skóla í Banda­ríkj­un­um. Hann var fram­kvæmda­stjóri Land­vernd­ar 2011-2017 er hann tók við starfi um­hverf­is- og auðlindaráðherra í rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur.</​span>

<span>Guðmund­ur Ingi hef­ur áður starfað við rann­sókn­ir í vist- og um­hverf­is­fræðum við Há­skóla Íslands og við alþjóðamál og rann­sókn­ir hjá Land­græðslu rík­is­ins. Þá starfaði hann á Veiðimála­stofn­un á Hól­um í Hjalta­dal á náms­ár­um sín­um. Guðmund­ur Ingi hef­ur verið stunda­kenn­ari í nokkr­um nám­skeiðum við Há­skóla Íslands, Land­búnaðar­há­skóla Íslands og Há­skóla­set­ur Vest­fjarða síðan 2006. Guðmund­ur Ingi hef­ur einnig starfað sem land­vörður á Þing­völl­um og í Vatna­jök­ulsþjóðgarði.</​span>

<span>Guðmund­ur Ingi tók þátt í að stofna Fé­lag um­hverf­is­fræðinga á Íslandi og var fyrsti formaður fé­lags­ins frá 2007 til 2010. Guðmund­ur Ingi er nú­ver­andi formaður Fé­lags Ful­bright styrkþega á Íslandi.</​span>

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert