Svona skiptast ráðuneytin

Stjórnarsáttmálinn kynntur. Bjarni Benediktsson, Katrín Jakobsdóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson.
Stjórnarsáttmálinn kynntur. Bjarni Benediktsson, Katrín Jakobsdóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson. mbl.is/Eggert

Ásamt því að stýra nýrri ríkisstjórn munu heilbrigðisráðuneytið og umhverfisráðuneytið falla í skaut Vinstri grænna. Fjármálaráðuneytið, utanríkisráðuneytið, dómsmálaráðuneytið, ferðamála- og iðnaðarráðuneytið og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið munu vera á hendi Sjálfstæðisflokksins. Framsóknarflokkurinn fær hins vegar menntamálaráðuneytið, samgönguráðuneytið og félagsmálaráðuneytið.

Vinstri græn fá þar að auki embætti forseta þingsins.

Þetta kom fram á kynningarfundi flokkanna þriggja í Listasafni Íslands nú rétt í þessu. Ekki var tilkynnt hverjir munu gegna hvaða embætti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka