Alvarlegt umferðarslys við Bæjarháls

mbl.is/Ófeigur

Alvarlegt umferðarslys varð við Bæjarháls í Árbænum um tíuleytið í morgun, þegar bíl var ekið á gangandi vegfaranda.

Lögregla var enn að störfum á vettvangi um ellefuleytið, en búið er að flytja hinn slasaða á slysadeild Landspítalans til aðhlynningar.

Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu er hann alvarlega slasaður.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert