Féll í kjölfar þingkosninganna

Gunnar Hrafn Jónsson.
Gunnar Hrafn Jónsson. Ljósmynd/Alþingi

„Ég áfellist engan nema sjálfan mig, ég vissi að ég væri að leika mér að eldinum þegar kemur að áfengi,“ segir Gunnar Hrafn Jónsson, fyrrverandi þingmaður Pírata, á facebooksíðu sinni í dag þar sem hann greinir frá því að hann hafi skráð sig í tíu daga áfengismeðferð eftir að hafa fallið í kjölfar alþingiskosninganna.

Gunnar segir það afleiðingu bæði pólitískra og persónulegra atburða, svika og almenns og vaxandi sjálfshaturs. Starf, þar sem tugir manns séu með virkum hætti að reyna að eyðileggja mann á hverjum degi, sé nokkuð erfitt þegar um andleg veikindi sé að ræða.

Þá greinir hann frá því að hann hafi verið nálægt því að svipta sig lífi í síðustu viku en ást hans til sinna nánustu hafi komið í veg fyrir það. Gunnar, sem féll út af þingi í þingkosningunum í október, hefur oft rætt með opinskáum hætti um þunglyndi sitt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert