Einar Þór ráðinn aðstoðarritstjóri DV

Einar Þór Sigurðsson hefur verið ráðinn aðstoðarritstjóri miðla Frjálsrar fjölmiðlunar, …
Einar Þór Sigurðsson hefur verið ráðinn aðstoðarritstjóri miðla Frjálsrar fjölmiðlunar, bæði netmiðla og DV.

Einar Þór Sigurðsson hefur verið ráðinn aðstoðarritstjóri miðla Frjálsrar fjölmiðlunar, bæði netmiðla og DV. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu.

Einar hóf störf hjá DV sem blaðamaður í fréttadeild vorið 2007 en skömmu áður hafði hann lokið námi í fjölmiðlafræði við Háskólann á Akureyri. Einar hefur starfað fyrir net- og blaðaútgáfu DV allar götur síðan. Einar var vaktstjóri hjá DV árin 2010 til 2014 að hann varð fréttastjóri. 

Í vor varð hann aðstoðarritstjóri DV.is og Pressunnar en tekur nú til starfa fyrir alla miðla Frjálsrar fjölmiðlunar ásamt Kristjóni Kormáki Guðjónssyni sem ráðinn var aðalritstjóri miðla Frjálsrar fjölmiðlunar á dögunum.

Í tilkynningunni er haft eftir Einari að hann hlakki til verkefnisins framundan: „Það eru spennandi tímar í vændum hjá fyrirtækinu og ég hlakka mikið til að takast á við þær áskoranir sem fram undan eru. Ég þakka eigendum fyrirtækisins það traust sem mér er sýnt og mun leggja mitt af mörkum til að gera góða fjölmiðla enn betri í þágu okkar fjölmörgu lesenda. Hjá fyrirtækinu starfar hæfileikaríkt fólk og ég hlakka til komandi verkefna.“

Á föstudag var greint frá því að Björn Þórir Sigurðsson hafi verið ráðinn til Frjálsrar fjölmiðlunar. Hann mun sinna þróunarvinnu fyrir félagið, bæði hvað varðar netmiðla og blað. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert