Akureyrarbær áfrýjar dómnum

Frá Akureyri.
Frá Akureyri. mbl.is/Hjörtur

Bæjarráð Akureyrarbæjar samþykkti á fundi sínum í dag að áfrýja dómi Héraðsdóms Norðurlands eystra í skaðabótamáli Snorra Óskarssonar gegn bænum vegna uppsagnar hans sem grunnskólakennara við Brekkuskóla.

Frétt mbl.is: Snorri í Betel fær 6,5 milljónir í bætur

Héraðsdómur dæmdi Akureyrarbæ til þess að greiða Snorra 6,5 milljónir í bætur ásamt vöxtum. Auk bótanna var áminning, sem skólastjóri Brekkuskóla veitti Snorra í febrúar 2012, felld úr gildi.

Snorra var sagt upp störf­um hjá Ak­ur­eyr­ar­bæ vegna um­mæla um sam­kyn­hneigð á bloggsíðu hans. Bæði héraðsdóm­ur og Hæstirétt­ur hafa dæmt upp­sögn­ina ólög­mæta.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert