Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Malín

Malín Brand hefur verið dæmd í 12 mánaða fangelsi fyrir …
Malín Brand hefur verið dæmd í 12 mánaða fangelsi fyrir fjárkúgun. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hæstiréttur hefur staðfest 12 mánaða fangelsisdóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Malínu Brand fyrir fjárkúgun.

Mál­flutn­ing­ur í máli Malín­ar í Hæsta­rétti fór fram í lok nóvember en hún áfrýjaði dómi Héraðsdóms Reykja­vík­ur frá því í apríl. 

Frétt mbl.is: Málflutningur í máli Malínar í Hæstarétti

Malín var ákærð og dæmd ásamt syst­ur sinni, Hlín Ein­ar­sótt­ur. Voru þær fundn­ar sek­ar um að hafa kúgað 700 þúsund krón­ur út úr karl­manni sem þær hótuðu að kæra fyr­ir nauðgun. Þá voru þær einnig fundn­ar sek­ar um til­raun til fjár­kúg­un­ar gegn Sig­mundi Davíð Gunn­laugs­syni, þáver­andi for­sæt­is­ráðherra.

Frétt mbl.is: „Þetta er auðvitað útópískt rugl“

Eft­ir að fjár­kúg­un­ar­málið gegn Sigmundi Davíð kom upp kærði fyrr­ver­andi sam­starfsmaður Hlín­ar hana fyr­ir að hafa í apríl 2015 í fé­lagi við syst­ur sína haft af sér 700 þúsund krón­ur með hót­un­um um að leggja ann­ars fram kæru til lög­reglu um að hann hefði nauðgað henni.

Dómur systranna er samhljóðandi, þær eru dæmdar í 12 mánaða fangelsi, þar af 9 mánuði skilorðsbundið. Hlín áfrýjaði ekki dómi Héraðsdóms Reykjavíkur til Hæstaréttar en það gerði Malín. 

Í dómi Hæstaréttar kemur fram að systurnar þurfi að greiða fyrrverandi samstarfsmanni Hlínar 1,3 milljónir króna í skaðabætur.

Hér má lesa dóminn í heild sinni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert