Lést eftir hnífstunguárás á Austurvelli

Hnífsstunguárásin átti sér stað á Austurvelli síðastliðinn sunnudag.
Hnífsstunguárásin átti sér stað á Austurvelli síðastliðinn sunnudag. mbl.is/Kristinn Magnússon

Maður­inn sem særðist al­var­lega þegar hann var stung­inn á Aust­ur­velli aðfaranótt sunnu­dags er látinn. Maðurinn var frá Albaníu og á þrítugsaldri. 

Karlmaður á þrítugsaldri situr í gæsluvarðhaldi grunaður um verknaðinnn. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu miðar rannsókn málsins vel. Gæsluvarðhaldsúrskurður yfir manninum rennur út 15. desember.

Frétt mbl.is: Í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar

Rannsóknin flokkast nú sem manndrápsrannsókn. Það staðfestir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn, í samtali við Rúv. Í fréttinni er einnig haft eftir Grími að ættingar hins látna séu komnir til landsins. Maðurinn hefur dvalið hér á landi um hríð. 

Hinn maðurinn, sem var stunginn með hnífi á sama stað og var sömuleiðis fluttur slasaður á bráðamóttökuna, hefur verið útskrifaður af Landspítalanum. Hann hefur verið yfirheyrður af lögreglunni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert