298 milljónir vegna kynferðisbrota

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu. mbl.is/Golli

Alls verða 298 milljónir króna veittar til innleiðingar aðgerðaáætlunar um úrbætur í meðferð kynferðisbrota, samkvæmt fjárlögunum.

Þar af fara 178 milljónir í að styrkja innviði lögreglu á sviði rannsóknar kynferðisbrotamála og allra þátta málsmeðferðar.

80 milljónir króna fara í uppbyggingu upplýsingatæknikerfis fyrir réttarvörslukerfið og 40 milljónir í tímabundið framlag til uppfærslu rannsóknarhugbúnaðar, upplýsinga og gæðastaðla lögreglu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert