Geirmundur fær 18 mánaða dóm

Geirmundur Kristinsson er fyrr­ver­andi spari­sjóðsstjóri í Kefla­vík.
Geirmundur Kristinsson er fyrr­ver­andi spari­sjóðsstjóri í Kefla­vík. mbl.is/Kristinn Magnússon

Geir­mund­ur Krist­ins­son­, fyrr­ver­andi spari­sjóðsstjóri Spari­sjóðsins í Kefla­vík, var í dag dæmd­ur í 18 mánaða skil­orðsbundið fang­elsi í Hæsta­rétti fyr­ir umboðssvik. Þá var hon­um gert að greiða all­an áfrýj­un­ar­kostnað máls­ins og mál­svarn­ar­laun verj­anda síns, sam­tals 6,1 millj­ón.

Í dómi Hæsta­rétt­ar er meðal ann­ars vísað til ald­urs Geir­mund­ar og að hann hafi ekki áður gerst sek­ur um refsi­verða hátt­semi. Þá er vísað til heilsu­fars Geir­mund­ar og talið hæfi­legt að skil­orðsbinda alla refs­ingu hans.

Geir­mund­ur var ákærður fyr­ir umboðssvik með því að hafa mis­notað aðstöðu sína hjá spari­sjóðnum með lán­veit­ing­um til einka­hluta­fé­laga. Fjár­hæðirn­ar í ákær­unni nema tæp­um átta hundruð millj­ón­um króna. 

Í ákæru sagði að Geir­mund­ur hefði stefnt fé spari­sjóðsins í veru­lega hættu þegar hann fór út fyr­ir heim­ild­ir til lán­veit­inga með því að veita einka­hluta­fé­lag­inu Duggi 100 millj­óna króna yf­ir­drátt­ar­lán 16. júní 2008. Afstaða lána­nefnd­ar lá ekki fyr­ir og áhættu- og greiðslu­mat fór ekki fram. Þá var end­ur­greiðslan ekki tryggð með nokkr­um hætti.

Í dómi Hæsta­rétt­ar seg­ir meðal ann­ars að ber­sýni­leg hætta hafi verið á því að lán­tak­inn hefði enga burði til að standa skil á end­ur­greiðslu láns­ins, eng­inn samn­ing­ur hafi verið gerður um end­ur­greiðslu og eng­in trygg­ing til staðar. Hafi það einnig farið svo að fjár­hæðin glataðist spari­sjóðnum að mestu leyti. Er það niðurstaða Hæsta­rétt­ar að Geir­mund­ur hafi gerst sek­ur um umboðssvik, enda hafi hátt­semi hans leitt til stór­felldr­ar fjár­tjóns­hættu fyr­ir Spari­sjóð Kefla­vík­ur.

Héraðsdóm­ur Reykja­ness hafði áður sýknað Geir­mund af ákæru um umboðssvik í nóv­em­ber árið 2016, en í héraðsdómi fór ákæru­valdið fram á fjög­urra ára fang­els­is­refs­ingu. Rík­is­sak­sókn­ari áfrýjaði mál­inu til Hæsta­rétt­ar í byrj­un janú­ar á þessu ári.

Í mál­flutn­ingi fyr­ir Hæsta­rétti fór ákæru­valdið fram á tveggja ára fang­els­is­refs­ingu í máli Geir­mund­ar. Hef­ur krafa um refs­ingu í mál­inu því verið lækkuð um tvö ár frá því málið var tekið fyr­ir í héraðsdómi á síðasta ári.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert