Hjálpræðisherinn fær nýtt hús

Nýbygging Hjálpræðishersins við Suðurlandsbraut. Framkvæmdir hefjast í ársbyrjun 2018.
Nýbygging Hjálpræðishersins við Suðurlandsbraut. Framkvæmdir hefjast í ársbyrjun 2018.

Framkvæmdir við nýtt hús Hjálpræðishersins við Suðurlandsbraut 72-74 í Reykjavík hefjast í byrjun næsta árs. Byggingarleyfi borgaryfirvalda var veitt í byrjun þessa mánaðar.

Nýja byggingin, sem er nokkuð óvenjuleg í útliti eins og myndin sýnir, verður um 1.500 fermetrar að stærð og að hluta til á tveimur hæðum. Hún mun rúma mjög fjölbreytta starfsemi hersins, en þar verður þó ekki gistirými eins og í Herkastalnum í miðbænum, hinu gamla húsnæði Hjálpræðishersins sem selt var haustið 2016.

Í nýja húsnæðinu verður aðalskrifstofa hersins fyrir Ísland og Færeyjar, auk skrifstofu Hjálpræðishersins í Reykjavík og Hertex sem er fata- og nytjamarkaður hersins. Innandyra verður einnig kirkjurými sem hægt verður að stækka inn í fjölnota sal sem liggur samsíða rýminu. Í húsinu verða tvö verkstæði, eitt fyrir trésmíðar og annað fyrir léttari handavinnu. Þar verður hægt að vinna að ýmsum hugðarefnum fyrir fjölbreyttan hóp fólks. Í húsnæðinu verður einnig kaffihús auk fata- og nytjaverslunarinnar Hertex sem verður á tveimur hæðum. Loks verður í húsinu velferðarálma þar sem finna má setustofu og viðtalsstofu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka