Skoða aðrar leiðir til gjaldtöku

Ferðamenn hvíla sig og njóta útsýnis af Brennisteinsöldu í Landmannalaugum.
Ferðamenn hvíla sig og njóta útsýnis af Brennisteinsöldu í Landmannalaugum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Áform um tilfærslu ferðaþjónustutengdrar starfsemi úr neðra þrepi virðisaukaskatts í almenna þrepið, sem voru kynnt í fjármálaáætluninni verða lögð til hliðar, samkvæmt nýjum fjárlögum.

Sú breyting lækkar tekjuáætlun ríkissjóðs fyrir árið 2018 frá því sem var í fjármálaáætlun um tæpa níu milljarða króna.

Með þessu er komið til móts við þá gagnrýni ferðaþjónustuaðila að kerfisbreytingin hafi íþyngjandi áhrif á afkomu greinarinnar í heild sem farið hafi versnandi, meðal annars vegna styrkingar krónunnar og launahækkana.

Skoða komu- og brottfarargjald

Þess í stað verða aðrar leiðir til gjaldtöku skoðaðar í samráði við hagsmunaaðila, m.a. álagning komu- eða brottfarargjalds en engin ákvörðun er tekin varðandi útfærslu á því í fjárlagafrumvarpinu.

Áhrif vegna hækkunar gistináttaskatts úr 100 krónum í 300 krónur, sem kom til framkvæmda 1. september 2017, koma að fullu fram á næsta ári. Samkvæmt stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar verður skoðað hvort færa eigi gjaldið til sveitafélaga, en ekki er gert ráð fyrir breytingum af því tagi í þessu fjárlagafrumvarpi.

Ferðamenn við Gullfoss.
Ferðamenn við Gullfoss. mbl.is/Ómar Óskarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert