Enn fjölgar í hópi þeirra jólasveina sem ekki hyggjast fara að tillögum jólagjafaráðs. Seint í gærkvöldi greindi Stúfur frá því á samskiptamiðlinum Twitter að hann hygðist fara á svig við tillögur ráðsins.
Tíst Stúfs hljóðar svo:
Af hverju ekki að gefa að gefa námsgögn í skóinn? Sniðugt, gagnlegt, eykur lífsgæði og stuðlar að jafnrétti kynjanna! #menntermáttur #jafnrétti #sannargjafir #unicef #margurerknár
Vísar Stúfur hér til námsgagnapakka sem hægt er að kaupa í vefverslun UNICEF. Jólagjafaráð liggur undir ámæli þessa dagana, en í því sitja þrír jólasveinar: Kertasníkir, Gluggagægir og Ketkrókur. Hjá jólagjafaráði fengust þær upplýsingar að yfirlýsingar væri að vænta vegna málsins.
Það getur verið vandasamt að ákveða hvað skuli gefa í skóinn. Sannar gjafir eru frábærar í skóinn, undir tréð eða við annað fallegt tilefni – hægt er að kaupa gjöf sem bjargar lífi barna hér.
Mbl.is heldur samstarfi sínu við jólasveinana áfram og mun birta nýtt myndband í jólatagatali UNICEF á hverjum degi fram að jólum. UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, berst fyrir réttindum allra barna á heimsvísu.