Stefnuræða Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra og umræður um hana hefjast klukkan 19.30 í kvöld á Alþingi.
Einn þingmaður eða ráðherra frá hverjum flokki flytur ræðu í hverri umferð umræðnanna um stefnuræðuna en umferðirnar eru þrjár. Samtals munu því 24 þingmenn og ráðherrar stíga í pontu.
Eftirtaldir verða ræðumenn kvöldsins í þessari röð:
Vinstri grænir: Katrín Jakobsdóttir, Guðmundur Ingi Guðbrandsson og Svandís Svavarsdóttir.
Sjálfstæðisflokkurinn: Bjarni Benediktsson, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Ásmundur Friðriksson.
Framsóknarflokkurinn: Sigurður Ingi Jóhannsson, Lilja Dögg Alfreðsdóttir og Ásmundur Einar Daðason.
Miðflokkurinn: Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Birgir Þórarinsson og Anna Kolbrún Árnadóttir.
Viðreisn: Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Þorsteinn Víglundsson og Hanna Katrín Friðriksson.
Píratar: Halldóra Mogensen, Jón Þór Ólafsson og Helgi Hrafn Gunnarsson.
Flokkur fólksins: Inga Sæland, Ólafur Ísleifsson og Guðmundur Ingi Kristinsson.
Samfylkingin: Logi Einarsson, Helga Vala Helgadóttir og Guðmundur Andri Thorsson.
Aðaltalsmenn þingflokkanna fá níu mínútna ræðutíma í fyrstu umferð og eftir það fá menn fimm mínútur í annarri umferð og fjórar mínútur í þeirri þriðju.