„Þeir eiga næsta leik“

Bragi Guðbrands­son, for­stjóri Barna­vernd­ar­stofu.
Bragi Guðbrands­son, for­stjóri Barna­vernd­ar­stofu.

Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, hefur svarað bréfi velferðarráðuneytisins frá 21. nóvember. Hann svarar þar fyrir fjölmargar kvartanir frá barnaverndarnefndum höfuðborgarsvæðisins í hans garð.

Margrét Erlendsdóttir, upplýsingafulltrúi velferðarráðuneytisins, staðfesti við mbl.is að svar hefði borist frá Braga í hádeginu.

Bragi vildi ekki tjá sig um innihald bréfsins þegar leitað var eftir því. „Ráðuneytið verður að taka við þessu og þeir eiga næsta leik,“ sagði Bragi.

Barna­vernd­ar­nefnd­irn­ar sendu kvart­an­irn­ar til vel­ferðarráðuneyt­is­ins og áttu full­trú­ar þeirra fund í ráðuneyt­inu vegna máls­ins. Í framhaldi af því var Barnaverndarstofu og forstjóra sent bréf þar sem óskað var svara.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert