Gefur mjólk í skóinn

Þvörusleikir tók að sér að dreifa 2,5 milljón töflum af …
Þvörusleikir tók að sér að dreifa 2,5 milljón töflum af ormalyfi sem Íslendingar gáfu fyrir síðustu jól. Teikning/Brian Pilkington

„Að mínu mati er meira en nóg drasl í heiminum,“ segir jólasveinninn Þvörusleikir um ákvörðun sína að gefa Sannar gjafir UNICEF í skóinn þetta árið.

„Mig langar að gefa eitthvað sem gagnast börnum. Hjá UNICEF er til dæmis hægt að kaupa næringarmjólk sem er sérstaklega þróuð til að meðhöndla vannærð börn – þau allra veikustu á næringarmiðstöðvum og sjúkrahúsum. Hún er lífsnauðsynleg fyrir þau börn sem eru orðin of máttfarin til að innbyrða fasta fæðu. Ég hefði mjög gjarnan vilja fá svona mjólk í askinn minn þegar ég var lítill sveinn.“

Mbl.is heldur samstarfi sínu við jólasveinana áfram og mun birta nýtt myndband í jóladagatali UNICEF á hverjum degi fram að jólum. UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, berst fyrir réttindum allra barna á heimsvísu.Hægt er að kaupa gjöf sem bjarg­ar lífi barna hér.

 

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert