Isavia, sem annast rekstur Keflavíkurflugvallar, segir fyrirtækið fylgjast grannt með kjaradeilu Flugvirkjafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins vegna Icelandair.
„Við hjá Isavia vonum að deiluaðilar finni lausn í málinu,“ segir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia.
Flugvirkjar hafa boðað til ótímabundins verkfalls frá klukkan sex að morgni sunnudags.
„Isavia mun aðstoða Icelandair að fremsta megni við að veita farþegum þjónustu komi til röskunar á flugi,“ segir Guðjón.
Nýjasti sáttafundur flugvirkja og SA í deilunni hófst hjá ríkissáttasemjara klukkan 14.