Dugar skammt til að standa undir síaukinni þjónustuþörf

Sjúkrahúsið á Akureyri.
Sjúkrahúsið á Akureyri. mbl.is/Jón Pétur

Bjarni Jónas­son, for­stjóri Sjúkra­húss­ins á Ak­ur­eyri, seg­ir að það séu mik­il von­brigði að það fjár­magn sem sé eyrna­merkt sjúkra­hús­inu í fjár­laga­frum­varp­inu sé óbreytt upp­hæð frá frum­varp­inu sem var lagt fram í haust, eða 47 millj­ón­ir kr.

„Miðað við það fjár­magn sem eyrna­merkt er Sjúkra­hús­inu á Ak­ur­eyri í fjár­laga­frum­varpi 2018 er raun­aukn­ing til al­menns rekstr­ar 47 mkr. (um 0,6%) sem er óbreytt upp­hæð frá frum­varp­inu sem lagt var fram sl. sept­em­ber. Þetta eru okk­ur mik­il von­brigði,“ skrif­ar hann á vef sjúkra­húss­ins.

Hann seg­ir að sú upp­hæð dugi skammt til að standa und­ir sí­auk­inni þjón­ustuþörf sem verið hafi á bil­inu 2-4% ár­lega.

„Einkum er það aukn­ing á starf­semi bráðamót­töku, bráðal­egu­deilda og stoðdeilda und­an­far­in ár, m.a. vegna samþjöpp­un­ar þjón­ustu í heil­brigðisum­dæm­inu, ald­urs­sam­setn­ing­ar íbúa og fleiri ferðamanna. Þjón­usta göngu­deilda hef­ur farið ört vax­andi og þjón­ar æ fleiri sjúk­linga­hóp­um. Þá er bætt við um 20 m.kr. tíma­bundið til tækja­kaupa. Verði þetta niðurstaðan duga fjár­veit­ing­ar ekki til að standa und­ir nauðsyn­legri þjón­ustu sjúkra­húss­ins,“ skrif­ar Bjarni.

Hann seg­ir enn frem­ur, að upp­lýs­ing­ar um þessa stöðu hafi verið kynnt­ar fyr­ir heil­brigðisráðherra og þing­mönn­um kjör­dæm­is­ins.

„Íbúar á þjón­ustu­svæði Sjúkra­húss­ins á Ak­ur­eyri verða að geta treyst því að tekið sé með sama hætti á raun­vexti sér­greina­sjúkra­hús­anna og sérþarfa þeirra. Ég trúi því að rík­is­stjórn og Alþingi bregðist við og veiti frek­ari fjár­mun­um til Sjúkra­húss­ins á Ak­ur­eyri.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert