Tryggi góð lífskjör

Katrín Jakobsdóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson bregðast við ummælum ræðumanns …
Katrín Jakobsdóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson bregðast við ummælum ræðumanns í eldhúsdagsumræðunni á Alþingi í gærkvöldi. mbl.is/Kristinn Magnússon

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði í stefnuræðu sinni á Alþingi í gærkvöld að ríkisstjórnin myndi kappkosta að skila betra búi en hún tók við í heilbrigðisþjónustu, löggæslu, húsnæðismálum, samgöngum og fleiri innviðum.

Sagði Katrín að ríkisstjórnin legði áherslu á að draga úr greiðsluþátttöku sjúklinga, bæta geðheilbrigðisþjónustu og forvarnir og byggja upp hjúkrunarrými. Hún boðaði stórsókn í menntamálum og sagði að fjárframlög til háskóla myndu ná meðaltali OECD-ríkjanna árið 2020 og stefnt yrði á að þau næðu meðaltali Norðurlanda fyrir árið 2025. Iðnnám, verk- og starfsnám yrði eflt og rekstur framhaldsskólanna styrktur.

Katrín ræddi um ríkisstjórnarsamstarfið og málamiðlanir flokkanna. „Markmið þessarar ríkisstjórnar er fyrst og fremst að koma til móts við ákall almennings um að sú hagsæld sem hér hefur verið á undanförnum árum skili sér í ríkari mæli til samfélagsins,“ sagði hún í ræðunni sem um er fjallað í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka