Jólasveinninn Pottaskefill hefur gefið út að hann ætli að fara óhefðbundnar leiðir í gjafavali í ár. Í stað þess að gefa leikföng eða sælgæti eins og venjan hefur verið, hefur hann ákveðið að gefa Sannar gjafir UNICEF.
„Þetta er svo auðvelt og þægilegt,“ segir Pottaskefill. „Á vefnum sannargjafir.is get ég keypt hjálpargögn, til dæmis vatnshreinsitöflur og ormalyf, sem nýtast börnum í neyð og gera líf þeirra betra. Svo prenta ég út gjafabréf og set það í skóinn. Það er fljótlegt að afgreiða gjafirnar svona og þá hef ég meiri tíma til að einbeita mér að því sem ég hef mestan áhuga á: pottum.“
Mbl.is heldur samstarfi sínu við jólasveinana áfram og mun birta nýtt myndband í jóladagatali UNICEF á hverjum degi fram að jólum. UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, berst fyrir réttindum allra barna á heimsvísu.Mikið úrval af Sönnum gjöfum UNICEF má finna hér.