Eru ryksugupokar gjöf ársins?

Skyrgámur tók að sér að koma bóluefninu til skila og …
Skyrgámur tók að sér að koma bóluefninu til skila og þurfti því að ferðast mikið á árinu. Teikning/Brian Pilkington

Jólagjafaráð jólasveinanna hefur verið á milli tannanna á fólki síðustu daga, en þeir hafa meðal stungið upp á því að jólasveinarnir gefi snakk, reykskynjara, trjákvoðu og frostpinna í skóinn.

Skemmst er frá því að segja að allir jólasveinar sem þegar hafa komið til byggða hafa virt tillögur ráðsins að vettugi. Í þeim hópi er Skyrgámur sem ákvað að gefa Sannar gjafir í skóinn þetta árið.

Barn í Jemen bólusett gegn mænusótt.
Barn í Jemen bólusett gegn mænusótt. Mynd/UNICEF

„Ég held að krakkar hafi almennt meira gagn af bólusetningum en ryksugupokum,“ segir Skyrgámur og vísar þannig til síðustu tillögu jólagjafaráðs. „Fyrir innan við þúsundkall er t.d. hægt að fá 20 skammta af bóluefni við mænusótt og 20 skammta gegn stífkrampa. Þannig er hægt að bjarga lífum barna fyrir mjög lítinn pening.“

Mbl.is heldur samstarfi sínu við jólasveinana áfram og mun birta nýtt myndband í jóladagatali UNICEF á hverjum degi fram að jólum. UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, berst fyrir réttindum allra barna á heimsvísu.

Hægt er að kaupa Sannar gjafir fyrir börn í neyð hér, en þær eru frábærar gjafir í skóinn, undir tréð og við annað fallegt tilefni.

 

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert