Falskar fréttir um jólasveina

„Mér leist ekki á þetta til að byrja með,“ segir …
„Mér leist ekki á þetta til að byrja með,“ segir jólasveinninn Bjúgnakrækir sem á dögunum var sendur til Afganistan og fleiri landa af UNICEF á Íslandi. Teikning/Brian Pilkington
„Við höfum orðið fyrir barðinu á svokölluðum „fake-news“,“ segir Kertasníkir, formaður jólagjafaráðs jólasveinanna, um þá gagnrýni sem ráðið hefur sætt síðustu daga.
 
„Við höfum kannski ekki verið nógu duglegir að kynna okkar störf, ekki tekið stjórn á umræðunni. Til dæmis ákváðum við núna að gefa börnum bolla sem eru merktir með nafni, sem er gjöf sem ég er viss um að á eftir að gleðja marga.“
 
Bollarnir sem um ræðir eru allir merktir með sama nafni, þ.e. Anton, en Kertasníkir segir ekkert athugavert við það. „Anton er mjög algengt nafn, og það hljómar næstum eins og Aron sem er enn þá algengara nafn.“
Skóli í kassa kemur sér vel á barnvænum svæðum.
Skóli í kassa kemur sér vel á barnvænum svæðum. Ljósmynd/UNICEF

 
Í gær slóst jólaveinninn Bjúgnakrækir í hóp þeirra jólasveina sem ætla ekki að fara að tillögum ráðsins, en hann mun þess í stað gefa svokallaðar [sannargjafir.is] Sannar gjafir UNICEF. Hann hefur nýtt árið í að ferðast með skóla í kassa til ýmissa átakasvæða þar sem UNICEF sinnir neyðaraðstoð. Hann vill halda þeirri vinnu áfram enda segir hann að slíkir bráðabirgðaskólar skipti sköpum fyrir börn í flóttamannabúðum sem hann hefur heimsótt.
 
Mbl.is heldur samstarfi sínu við jólasveinana áfram og birtir nýtt myndband í jóladagatali UNICEF á hverjum degi fram að jólum. UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, berst fyrir réttindum allra barna á heimsvísu og býður landsmönnum að taka þátt með því að gefa [sannargjafir.is] Sannar gjafir í jólagjöf.


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert