Fá yfirmatsmenn í Hagamelsmál

Khaled Cairo við þingfestingu Hagamelsmálsins í gær.
Khaled Cairo við þingfestingu Hagamelsmálsins í gær. mbl.is/Hari

Tveir dómskvaddir yfirmatsmenn hafa verið fengnir til að annast yfirmat á sakhæfi Khaled Cairo, 38 ára gamals Jemena, sem ákærður er fyrir morðið á Sanitu Brauna á Haga­mel í sept­em­ber.

Við þingfestingu í málinu í gær neit­aði hann sök í mál­inu. Fram kom þá að sakarneitun Cairo beindsit fyrst og fremst að því að hann telj­ist hafa verið ósakhæf­ur á verknaðar­stundu. Þá fer hann einnig fram á frá­vís­un bóta­kröfu.

Óskaði verjandi mannsins eftir því að kvadd­ir yrðu til tveir yf­ir­mats­menn til að meta sak­hæfi hans, en bíða þurfi með staðfestingu á því til dagsins í dag. Saksóknari mótmælti ekki að fundnir yrðu yfirmatsmenn. Staðfest var í dag að það væru þær Lára Björgvinsdóttir og Nanna Briem sem væru yfirmatsmenn.

Stefnt er að því að yfirmat liggi fyrir ekki síðar en mánaðarmótin janú­ar-fe­brú­ar. Ætti aðalmeðferð að hefjast stuttu síðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka