Gluggagægir reddar málunum

Á Íslandi fór fram velheppnuð neyðarsöfnun og var jólasveinninn Gluggagægir …
Á Íslandi fór fram velheppnuð neyðarsöfnun og var jólasveinninn Gluggagægir fenginn til að flytja bóluefni til Nígeríu. Teikning/Brian Pilkington

„Nei, ég veit ekki alveg hvernig ég á að leysa þetta,“ sagði jólasveinninn Gluggagægir seint í gærkvöldi, aðspurður hvort hann vissi hvað hann ætlaði að gefa í skóinn. „Við erum búnir að vera með endalausa „brainstorm“-fundi og hugmyndavinnu í desember en það hefur ekki skilað neinum árangri.“ 

Gluggagægir sagðist þó vera nokkuð viss um að finna lausn á vandanum í tæka tíð. „Ætli það endi ekki með því að ég kaupi Sannar gjafir UNICEF eins og svo margir bræður mínir hafa gert. Mér finnst til dæmis mjög sniðugt að gefa sjúkrakassa. Það er frábær leið, ekki síst ef maður þarf að finna góða gjöf á síðustu stundu.“

Skyndihjálpartöskur UNICEF koma að góðum notum.
Skyndihjálpartöskur UNICEF koma að góðum notum. Ljósmynd/UNICEF

Mbl.is heldur samstarfi sínu við jólasveinana áfram og birtir nýtt myndband í jóladagatali UNICEF á hverjum degi fram að jólum. UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, berst fyrir réttindum allra barna á heimsvísu. Hægt er að kaupa Sannar gjafir UNICEF fyrir börn í neyð hér.


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert