Stemning á skautum í miðbænum

Skautasvellið á Ingólfstorgi hefur glatt gesti miðbæjarins frá því í byrjun mánaðarins. Svellið verður opið á morgun, Þorláksmessu, frá hádegi til klukkan 23. Töluverður fjöldi fólks er nú á svellinu á hverjum degi enda eru skólabörn komin í jólafrí og stemningin á svellinu var góð í gær þegar mbl.is var á staðnum.

Opið er á kvöldin til kl. 22:00 en svellið er sam­starfs­verk­efni Nova, Reykja­vík­ur­borg­ar og Sam­sung. Yfir því eru tvö ljósaþök með alls 100.000 ljósa­per­um sem er meira en helmingi meira en í fyrra.

Frítt er inn á svellið fyr­ir þá sem koma með eig­in búnað en þeir sem leigja hjálma og skauta greiða kr. 990 fyr­ir klukku­stund­ina (790 kr. ef greitt er með AUR-appi). Börn og byrj­end­ur geta einnig leigt skauta­grind sem kostar 990 kr. fyr­ir klukku­stund­ina.

Skautasvellið verður lokað yfir jólahátíðina en opið verður milli jóla og nýárs. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert