60 björgunarsveitarmenn komu að aðgerðum

Um 40 björgunarsveitarmenn komu að aðgerðum á vettvangi.
Um 40 björgunarsveitarmenn komu að aðgerðum á vettvangi. Ljósmynd/Aðsend

Um 60 manns frá slysavarnafélaginu Landsbjörg komu að aðgerðum vegna rútuslyssins sem varð skammt frá Kirkjubæjarklaustri í dag að sögn Davíðs Más Bjarnasonar, upplýsingafulltrúa Landsbjargar. „Bæði mönnuðum við samhæfingarmiðstöðina í Skógarhlíð að hluta, sinntum vettvangsstjórn á staðnum og vorum með menn á vettvangi að aðstoða fólk.“

Hann segir allar mögulegar bjargir boðaðar þegar svona beri undir. „Svo vinna allir eftir skipulagi á staðnum, lögreglan stýrir aðgerðum og okkar fólk vinnur í verkefnum á vettvangi eins og hægt er.“

Davíð segir björgunarsveitarfólk sé að mestu leyti farið af vettvangi, en einhverjir hópar sinni enn flutningi á sjúklingum. Þá sér ein sveit um lokanir á veginum fyrir Vegagerðina.

Sinntu skyndihjálp og undirbjuggu flutninga

Ágúst Leó Sigurðsson var í svæðisstjórn á vettvangi slyssins og segir aðkomuna ekki hafa verið fallega. Á vettvangi sinntu um 40 björgunarsveitarmenn ýmsum verkefnum. „Þegar við komum á svæðið töluvert eftir slysið voru flestir sjúklingar komnir í bíla og þyrlurnar lentar.“

Hann segir að aðalhlutverk björgunarsveitafólks hafi verið skyndihjálp og undirbúningur sjúklinga fyrir flutning, auk bráðaflokkunar. Segir hann aðgerðir hafa gengið vel. „Það er frábært hvernig kerfið okkar virkar í stórslysum.“

Þegar björgunarsveitir mættu á staðinn var búið að koma flestum …
Þegar björgunarsveitir mættu á staðinn var búið að koma flestum sjúklingum í bíla. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert