„Björgunarafrek við erfiðar aðstæður“

44 kín­versk­ir ferðamenn voru í rút­unni auk bíl­stjóra og fara­stjóra. …
44 kín­versk­ir ferðamenn voru í rút­unni auk bíl­stjóra og fara­stjóra. Tólf voru flutt­ir al­var­lega slasaðir á Land­spít­al­ann með tveim­ur þyrl­um Land­helg­is­gæsl­unn­ar. Ljósmynd/Landsbjörg

„Þetta hræðilega hóp­slys varð um há­vet­ur í mik­illi fjar­lægð. En það gekk gríðarlega vel að vinna úr stöðunni. Viðbrögð jafnt björg­un­ar­manna sem starfs­fólks heil­brigðis­stofn­ana reynd­ust hnökra­laus og mörg hundruð manns mynduðu órofa 300 kíló­metra keðju af­burðafólks frá slysstað til sjúkra­stofu.“

Þetta seg­ir Ólaf­ur Bald­urs­son, fram­kvæmda­stjóri lækn­inga hjá Land­spít­ala, aðspurður um hvað hæst beri í huga hans eft­ir at­b­urði dags­ins, þegar rúta fór út af þjóðveg­in­um vest­an við Kirkju­bæj­arklaust­ur með þeim af­leiðing­um að einn lést og á fimmta tug slösuðust.

Alls tóku um 300 manns þátt í björg­un­araðgerðum og aðhlynn­ingu slasaðra í dag. „All­ir hlutaðeig­andi eiga þakk­læti skilið. Unnið var björg­un­ar­a­frek við erfiðar aðstæður,“ seg­ir Ólaf­ur.

Um 60 björgunarsveitarmenn tóku þátt í aðgerðunum í dag vegna …
Um 60 björg­un­ar­sveit­ar­menn tóku þátt í aðgerðunum í dag vegna rútu­slyss­ins. Ljós­mynd/​Lands­björg

Stærsta slys sem HSu hef­ur sinnt

Rútu­slysið er það stærsta sem Heil­brigðis­stofn­un Suður­lands (HSu) hef­ur sinnt. 44 kín­versk­ir ferðamenn voru í rút­unni auk bíl­stjóra og fara­rstjóra. Tólf voru flutt­ir al­var­lega slasaðir á Land­spít­al­ann með tveim­ur þyrl­um Land­helg­is­gæsl­unn­ar skömmu eft­ir há­degi og 35 manns voru flutt­ir á HSu.

„Síðustu sjúk­ling­arn­ir í þess­um 33 manna hópi, sem fóru ekki með þyrlunni, fóru í gegn­um bráðamót­tök­una á Sel­fossi og fengu skoðun þar hjá lækni og hjúkr­un­ar­fræðingi,“ seg­ir Her­dís Gunn­ars­dótt­ir, for­stjóri Heil­brigðis­stofn­un­ar Suður­lands, í sam­tali við mbl.is.

Rauðu viðbúnaðarstigi var lýst yfir á HSu í dag en því hef­ur nú verið aflétt. Allt heil­brigðis­starfs­fólk stofn­un­ar­inn­ar var kallað á vakt í dag.

„Það eru all­ir út­skrifaðir og farn­ir fyr­ir utan einn sem er með brot í mjaðmagrind,“ seg­ir Her­dís. Sam­vinna þeirra sem tóku þátt í aðgerðunum í dag vegna slyss­ins stend­ur upp úr að henn­ar mati. „Þetta gekk al­gjör­lega von­um fram­ar og það sem eft­ir sit­ur eft­ir svona dag er fyrst og fremst sam­vinna viðbragðsaðila okk­ar á Heil­brigðis­stofn­un Suður­lands og sam­skipti okk­ar við Land­spít­ala. Þetta gekk allt snurðulaust.“

Her­dís seg­ir að hlut­verk sam­hæf­ing­armiðstöðvar­inn­ar í Skóg­ar­hlíð hafi einnig skipt sköp­um. „Hún hjálpaði okk­ur með all­ar þær bjarg­ir sem við þurft­um.“

Hún seg­ir einnig að at­b­urðir dags­ins sýni samt sem áður nauðsyn þess að fjár­veit­ing­ar til stofn­un­ar­inn­ar verði aukn­ar. „Það sýn­ir sig eft­ir svona dag að efla þarf bráðamót­tök­una á Sel­fossi.“

Rann­sókn á til­drög­um slyss­ins held­ur áfram á morg­un

Til­drög slyss­ins voru þau að rút­an hafnaði aft­an á fólks­bif­reið með þeim af­leiðing­um að rút­an fór út af. Mik­il hálka var á veg­in­um og bratt niður af hon­um þar sem slysið varð.

Suður­lands­vegi vest­an við Hunku­bakka var lokað á meðan vinna stóð yfir á slysstað en var opnaður aft­ur á tí­unda tím­an­um í kvöld.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Odd­i Árna­syni, yf­ir­lög­regluþjóni hjá lög­reglu­stjór­an­um á Suður­landi, verður lögð áhersla á áfram­hald­andi rann­sókn á til­drög­um slyss­ins á morg­un og unnið úr þeim gögn­um sem safnað var í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka