Farþeginn sem lést þegar rúta fór út af þjóðveginum vestan við Kirkjubæjarklaustur í dag var kínversk kona á þrítugsaldri. Þetta staðfestir Oddur Árnason, yfirlögregluþjón hjá lögreglunni á Suðurlandi, í samtali við mbl.is.
Konan var úrskurðuð látin á vettvangi.
44 kínverskir ferðamenn voru í rútunni auk bílstjóra og farastjóra. Tólf voru fluttir alvarlega slasaðir á Landspítalann með tveimur þyrlum Landhelgisgæslunnar skömmu eftir hádegi.