Kona á þrítugsaldri lést í rútuslysinu

mbl.is/Sverrir Vilhelmsson

Farþeginn sem lést þegar rúta fór út af þjóðveginum vestan við Kirkjubæjarklaustur í dag var kínversk kona á þrítugsaldri. Þetta staðfestir Oddur Árnason, yf­ir­lög­regluþjón hjá lög­regl­unni á Suður­landi, í samtali við mbl.is. 

Konan var úrskurðuð látin á vettvangi. 

44 kín­versk­ir ferðamenn voru í rút­unni auk bíl­stjóra og fara­stjóra. Tólf voru flutt­ir al­var­lega slasaðir á Land­spít­al­ann með tveim­ur þyrl­um Land­helg­is­gæsl­unn­ar skömmu eft­ir há­degi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert