Álagið að jafnast út á Landspítala

Mikill viðbúnaður var á Landspítala í gær þegar þyrlurnar lentu …
Mikill viðbúnaður var á Landspítala í gær þegar þyrlurnar lentu í Reykjavík með slasaða rútufarþega. mbl.is/Árni Sæberg

Starf­sem­in á Land­spít­ala er að fær­ast aft­ur í samt horf eft­ir mikið álag á sjúkra­hús­inu í gær vegna rútu­slyss­ins við Kirkju­bæj­arklaust­ur. Anna Sigrún Bald­urs­dótt­ir, aðstoðarmaður for­stjóra Land­spít­ala, seg­ir enn vera nokk­urn þunga á skurðstof­um og gjör­gæsl­um en álagið sé að jafn­ast út.

„Viðbragðsáætl­un spít­al­ans virkaði eins og smurð vél,“ seg­ir Anna Sigrún um starf­sem­ina í gær en kalla þurfti út m.a. skurðlækna, svæf­ing­ar­lækna, sér­fræðinga, bráðalækna og sér­hæfða hjúkr­un­ar­fræðinga. „En hjá okk­ur eins og öðrum höfðum við æft viðbragðið og það kom til góða,“ seg­ir Anna Sigrún.

Að sögn Önnu Sigrún­ar eru marg­ar deild­ir Land­spít­ala fjöl­menn­ari en venju­lega vegna þess að sjúk­ling­ar voru færðir milli deilda til að losa um pláss á öðrum deild­um vegna slyss­ins. „Næstu dag­ar munu fara í að jafna út álagið og losa um þung­ann á skurðstofu og gjör­gæslu,“ seg­ir Anna Sigrún.

Einn farþegi rút­unn­ar lést í slys­inu og liggja þrír til viðbót­ar á gjör­gæslu. Anna Sigrún vildi ekki upp­lýsa um líðan þeirra.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka