Jafnvægi eftir blóðtökuna í gær

Blóðbankinn er til húsa við Snorrabraut.
Blóðbankinn er til húsa við Snorrabraut. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Birgðastaða Blóðbank­ans er nú kom­in í eðli­legt horf á ný. Þetta seg­ir Sveinn Guðmunds­son, yf­ir­lækn­ir Blóðbank­ans. Blóðbank­inn sendi í gær út neyðarkall til blóðgjafa í O-blóðflokki í kjöl­far rútu­slyss­ins við Kirkju­bæj­arklaust­ur.

„Notk­un á blóði var held­ur minni en hefði getað stefnt í út frá þeim fjölda slasaðra sem var flutt­ur á Land­spít­al­ann,“ seg­ir Sveinn. Um 180 ein­ing­ar af blóði voru gefn­ar í gær og er gær­dag­ur­inn einn sá stærsti í sögu bank­ans. Þar af voru 50 ein­ing­ar, um 25 lítr­ar, gefn­ir slösuðum farþegum rút­unn­ar.

Opið verður í Blóðbank­an­um í dag til klukk­an 19, eins og aðra fimmtu­daga. „Það er ekk­ert ástand sem rík­ir hjá okk­ur. Við erum ágæt­lega birg þannig að við leggj­um það bara í hend­ur hvers og eins blóðgjafa hvort hann vill mæta núna rétt fyr­ir ára­mót­in eða rétt eft­ir.“

Sveinn er þakk­lát­ur þeim sem lögðu leið sína í Blóðbank­ann í gær. Um 7.000 virk­ir blóðgjaf­ar eru á Íslandi, en án þeirra væri ekki hægt að bregðast við ástandi eins og upp kom í gær, seg­ir Sveinn.

Hann hvet­ur lands­menn til að stengja þess heit um ára­mót­in að ger­ast blóðgjaf­ar.

„Það sem mæt­ir blóðgjöf­um þegar þeir koma fyrst er að kynn­ast húsa­kynn­un­um, starfs­fólk­inu og bakk­els­inu okk­ar og kaffi. Síðan eru tek­in sýni, farið í blóðflokk­un og veiru­skimun og fólk svo kallað eft­ir nokkr­ar vik­ur til blóðgjaf­ar. Það hent­ar okk­ur best að það sé gert á nýja ár­inu.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka