Löng bið eftir skýrslu um rútuslysið

Rútan endaði utan vegar eftir árekstur við fólksbifreið.
Rútan endaði utan vegar eftir árekstur við fólksbifreið. mbl.is/Jónas Erlendsson

Ekki er að vænta loka­skýrslu frá rann­sókn­ar­nefnd sam­göngu­slysa um rútu­slysið við Kirkju­bæj­arklaust­ur fyrr en eft­ir ár. Þetta seg­ir Sæv­ar Helgi Lárus­son, sér­fræðing­ur hjá rann­sókn­ar­nefnd um­ferðarslysa. Hann seg­ir þó mögu­legt að gef­in verði út bráðabirgðaskýrsla um til­drög slyss­ins.

„Við fór­um strax á vett­vang í gær og rann­sökuðum hann. Okk­ur ber að finna út or­sak­ir slyss­ins og reyn­um að skoðum hvort breyta þurfi ein­hverju til að koma í veg fyr­ir að sam­bæri­legt slys ger­ist. Það eru því fyrst og fremst or­sak­ir slyss­ins sem við erum að reyna að finna út,“ seg­ir hann.

Spurður hvað hafi or­sakað slysið við Kirkju­bæj­arklaust­ur í gær seg­ir Sæv­ar Helgi það enn vera í rann­sókn. „Við get­um ekki gefið neitt út enn sem komið er, enda eru ekki öll gögn kom­in í málið. Það er ekki hægt að segja til um það á þessu stigi máls,“ seg­ir hann.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka