Fulltrúaráð Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum samþykkti á fundi sínum í gærkvöldi að farin yrði prófkjörsleið við val á lista flokksins fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar næsta vor.
„Næstu skref eru að kanna forsendur prófkjörs,“ segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum og oddviti Sjálfstæðisflokksins í bænum, í Morgunblaðinu í dag.
„Síðast fór fram prófkjör hjá okkur árið 1990 en rétt er að taka það fram að prófkjör eru almenna reglan við val á lista okkar Sjálfstæðismanna,“ segir hann.