Þrír áfram á gjörgæslu

Tólf voru fluttir á Landspítalann í tveimur þyrlum.
Tólf voru fluttir á Landspítalann í tveimur þyrlum. mbl.is/Árni Sæberg

Mik­ill viðbúnaður var hjá starfs­fólki Land­spít­al­ans í gær vegna al­var­legs hóp­slyss sem varð skammt frá Kirkju­bæj­arklaustri. Alls voru 12 ein­stak­ling­ar flutt­ir með tveim­ur þyrl­um Land­helg­is­gæsl­unn­ar á spít­al­ann. 

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Land­spít­al­an­um.

Þar seg­ir enn­frem­ur að af þess­um 12 þurftu fimm á gjör­gæslumeðferð að halda og út­skrif­ast tveir þeirra á bráðal­egu­deild­ir í dag. Þar liggja fyr­ir fimm sem hlutu áverka í slys­inu. 

Enn þurfa þrír á gjör­gæslumeðferð að halda.

Tveir af fyrr­nefnd­um 12 út­skrifuðust frá bráðamót­töku og Land­spít­ala strax í gær.

Kín­versk­ir ferðamenn voru í rút­unni og ís­lensk­ur bíl­stjóri. Kín­versk kona á þrítugs­aldri lést í slys­inu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka