Ættingjar hinna slösuðu á leið til landsins

Mbl.is/Jónas Erlendsson

Marg­ir ætt­ingj­ar þeirra sem slösuðust í rútu­slys­inu við Eld­hraun, skammt frá Kirkju­bæj­arklaustri, á miðviku­dag eru á leið til lands­ins frá Kína. Þetta kem­ur fram í frétta­til­kynn­ingu á vef kín­verska sendi­ráðsins á Íslandi.

Þar seg­ir einnig að kín­verski sendi­herr­ann hér á landi, Liu Ming­ming, hafi heim­sótt hina slösuðu á spít­al­ann í tvígang og að und­ir­bún­ing­ur þeirra minna slösuðu til heim­ferðar sé haf­inn.

Þá er ís­lensk­um yf­ir­völd­um, lög­reglu, björg­un­ar­sveit­um, heil­brigðis­stofn­un­um og öðrum sem að slys­inu komu þakkað kær­lega fyr­ir störf sín.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert