Heilbrigðiskerfið vann þrekvirki

Þyrla Landhelgisgæslunnar við Landspítalann í Fossvogi í fyrradag.
Þyrla Landhelgisgæslunnar við Landspítalann í Fossvogi í fyrradag. mbl.is/Árni Sæberg

Páll Matth­ías­son, for­stjóri Land­spít­al­ans, seg­ir að þrek­virki hafi verið unnið, jafnt á Land­spít­ala og utan hans, þegar heil­brigðis­kerfi lands­ins þurfti að glíma við fimm­tíu manna hóp­slys í fyrra­dag. Hann bend­ir á að álag á Land­spít­al­ann hafi auk­ist mjög vegna mik­ill­ar fjölg­un­ar er­lendra ferðamanna.

„En þetta slys er til marks um nýj­ar áskor­an­ir sem við þurf­um að glíma við. Með millj­ón­um ferðamanna, ekki aðeins á Íslandi held­ur í ná­granna­lönd­un­um, á haf­inu og á flugi yfir svæðinu eykst þörf­in fyr­ir öfl­ugt sjúkra­hús á Norður-Atlants­hafi,“ skrif­ar Páll í pistli sem birt­ist á heimasíðu Land­spít­al­ans.

Hann seg­ir að árið sem sé að renna sitt skeið hafi verið anna­samt á Land­spít­ala. Álag hafi áfram auk­ist, sem helg­ist fyrst og fremst af tvennu.

Óheppi­leg­asta hjúkr­un­ar­heim­ili lands­ins

„Ann­ars veg­ar því að þrátt fyr­ir all­ar þær snjöllu lausn­ir og nýju leiðir sem starfs­fólk spít­al­ans hef­ur tekið upp á ár­inu til að greiða leið sjúk­linga okk­ar að bestu þjón­ustu þá eykst sí­fellt fjöldi þess aldraða heiðurs­fólks sem þarf meiri stuðning í heima­hús­um og hjúkr­un­ar­rými. Þegar slíkt skort­ir þá bíður fólk von úr viti á spít­al­an­um, sem ég þrátt fyr­ir alla hans kosti leyfi mér að kalla óheppi­leg­asta hjúkr­un­ar­heim­ili lands­ins,“ skrif­ar Páll.

Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans.
Páll Matth­ías­son, for­stjóri Land­spít­al­ans. mbl.is/​Sig­urður Bogi

„Hins veg­ar þá hef­ur álag auk­ist mjög vegna mik­ill­ar fjölg­un­ar er­lendra ferðamanna. Síðasta dæmi um það hvaða af­leiðing­ar slíkt hef­ur sáust í fyrra­dag þegar heil­brigðis­kerfi lands­ins þurfti allt í einu að glíma við fimm­tíu manna hóp­slys er­lends ferðafólks. Viðbrögð allra, jafnt á Land­spít­ala sem utan hans, voru til fyr­ir­mynd­ar svo bet­ur fór en á horfðist. Þar var unnið þrek­virki sem við erum öll stolt af. En þetta slys er til marks um nýj­ar áskor­an­ir sem við þurf­um að glíma við. Með millj­ón­um ferðamanna, ekki aðeins á Íslandi held­ur í ná­granna­lönd­un­um, á haf­inu og á flugi yfir svæðinu eykst þörf­in fyr­ir öfl­ugt sjúkra­hús á Norður-Atlants­hafi.“

Hann bend­ir enn frem­ur á, að á sama tíma og álag auk­ist glími Land­spít­ali við margt annað.

„End­ur­nýj­un hús­næðis er á góðri leið en biðin reyn­ir á enda marg­ar af okk­ar eitt hundrað bygg­ing­um í slæmu ásig­komu­lagi. Rekstr­ar­fé dug­ir ekki til að greiða fyr­ir þær nýj­ung­ar og sókn sem við erum öll lang­eyg eft­ir. Erfiðleik­ar í mönn­un, einkum við hjúkr­un, er síðan flókn­asta áskor­un­in. Lausn­ir þess vanda eru margþætt­ar og snú­ast um að mennta fleiri og skapa þannig vinnuaðstæður og kjör að fólk fá­ist til starfa,“ skrif­ar Páll.

Niðurstaða árs­ins fjár­hags­lega betri en menn þorðu að vona

Hann seg­ir mik­il­vægt að heil­brigðis­stofn­an­ir, heil­brigðis­yf­ir­völd og mennta­stofn­an­ir snúi bök­um sam­an í þessu verk­efni. Slíkt muni þó ekki tak­ast nema með fjár­málaráðuneyti og Alþingi sem bak­hjarla.

„Niðurstaða þessa árs stefn­ir í að verða fjár­hags­lega betri en við hefðum þorað að vona, með sam­stilltu átaki starfs­fólks og ákveðnum skiln­ingi stjórn­valda. Á næstu mánuðum mun svo ný rík­is­stjórn vinna nýja fimm ára fjár­mála­áætl­un. Þar er mik­il­vægt að sjón­ar­mið Land­spít­ala og op­in­bera heil­brigðis­kerf­is­ins alls fái skýr­an hljóm­grunn enda kostnaður við stór­sókn í heil­brigðismál­um af þeirri stærðargráðu að gera verður ráð fyr­ir slíku í lang­tíma fjár­mál­um rík­is­ins.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka