Átti ekki að rífa fyrr en eftir áramót

Síló sementverksmiðjunnar eru að hruni komin. Fyrir aftan glittir í …
Síló sementverksmiðjunnar eru að hruni komin. Fyrir aftan glittir í Faxabraut. Ljósmynd/Kolbrún Ingvarsdóttir, Skessuhorn

Sæv­ar Freyr Þrá­ins­son, bæ­ar­stjóri Akra­nes­bæj­ar, seg­ist hafa staðið í þeirri trú að niðurrif á síló­um Sement­verk­smiðjunn­ar færi fram á nýju ári. Hvorki hann, né bæj­ar­bú­um al­mennt, hafi verið varaðir við fram­kvæmd­inni. „Það var þó greini­lega búið að láta lög­regl­una vita af þessu og ein­hverja íbúa í ná­grenn­inu,“ seg­ir Sæv­ar.

Greint var frá því fyrr í kvöld að mistek­ist hefði að rífa niður síló Sement­verk­smiðjunn­ar fyrr í dag. Í stað þess að þau hryndu lóðrétt til jarðar fóru þau á hliðina en eru þó að hruni kom­in. Falli síló­in gæti brak úr þeim þeyst út á nær­liggj­andi götu, Faxa­braut, og hef­ur hún því verið girt af.

Eng­in íbúa­byggð er í göt­unni og að sögn Sæv­ars geta íbú­ar á ferð um svæðið nýtt sér hjá­leiðir. Lok­un­in ætti því ekki að hafa íþyngj­andi áhrif á bæj­ar­búa. Lok­un­in verður í gildi út 2. janú­ar, og seg­ir Sæv­ar að fram­haldið skýrist þá. „Ég mun boða verkt­ana á minn fund þá.“

Sævar Freyr Þráinsson
Sæv­ar Freyr Þrá­ins­son mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Niðurrif sement­verk­smiðjunn­ar er nýhafið, en ráðgert er að því ljúki í októ­ber á næsta ári. Sæv­ar seg­ist ekki telja að þessi uppá­koma setji strik í reikn­ing­inn. „Það er nú bara þannig að sumt geng­ur bet­ur en menn gera ráð fyr­ir, en annað verr. Og það er lítið hægt að gera í því,“ seg­ir Sæv­ar.

Til stend­ur að reisa 350 íbúðir á svæðinu sem nú geym­ir hálf­hrunda sement­verk­smiðjuna.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert