Tveir pólskir karlmenn á sextugsaldri hafa verið ákærðir fyrir innflutning á 11,5 lítrum af amfetamínbasa 3. október. Mennirnir földu amfetamínbasann í bensíntanki bifreiðar sem þeir fluttu til landsins með Norrænu.
Þetta staðfestir Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn en RÚV sagði fyrst frá. Mennirnir földu amfetamínvökvann í 23 hálfs lítra plastflöskum og hefði mátt vinna 90 til 100 kíló af amfetamíni úr vökvanum.
Tollayfirvöld á Íslandi unnu málið í góðu samstarfi við tollgæsluna í Færeyjum.