Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, er maður ársins 2017 að mati hlustenda Bylgjunnar og lesenda Vísis.
Grímur svaraði fyrir aðgerðir lögreglu í rannsókn á hvarfi Birnu Brjánsdóttur í janúar. Þótti hann sýna fagmennsku og yfirvegun í framkomu sinni á afar erfiðum tímum, að því er fram kemur á fréttavef Vísis.