Enn þá einn á gjörgæslu eftir rútuslys

Þyrlur Landhelgisgæslunnar fluttu alvarlega slasaða af slysstað.
Þyrlur Landhelgisgæslunnar fluttu alvarlega slasaða af slysstað. mbl.is/Árni Sæberg

Fimm ein­stak­ling­ar sem lentu í rútu­slys­inu aust­an við Kirkju­bæj­arklaust­ur síðasta miðviku­dag dvelja enn á Land­spít­al­an­um, sam­kvæmt til­kynn­ingu frá spít­al­an­um. Einn þeirra er enn á gjör­gæslu.

Fjór­ir liggja nú á al­menn­um legu­deild­um Land­spít­ala, en einn ein­stak­ling­ur sem áður var á gjör­gæslu­deild hef­ur verið flutt­ur yfir al­menna legu­deild.

Alls voru 44 ferðamenn í rút­unni sem valt aust­an við Kirkju­bæj­arklaust­ur og slösuðust marg­ir illa. All­ar þrjár þyrl­ur Land­helg­is­gæslu Íslands sinntu sjúkra­flutn­ing­um af slysstað og tólf voru flutt­ir á Land­spít­al­ann. Einn farþeg­anna lést í slys­inu, kín­versk kona á þrítugs­aldri.

Búið að taka skýrslu af báðum bíl­stjór­un­um

Það mun taka lög­regl­una á Suður­landi ein­hverj­ar vik­ur og mögu­lega mánuði að ljúka rann­sókn á rútu­slys­inu. Odd­ur Árna­son yf­ir­lög­regluþjónn seg­ir rann­sókn slyss­ins í full­um gangi. Búið sé að taka flest­ar skýrsl­ur sem þurfi að taka, m.a. af bíl­stjór­um öku­tækj­anna tveggja sem hlut áttu að máli og farþegum rút­unn­ar. Enn sé verið að rann­saka öku­tæki, blóðsýni og vinna úr gögn­um sem aflað var á vett­vangi slyss­ins. „Svo þarf að taka þetta allt sam­an. Við erum að sjá svona mál taka vik­ur og jafn­vel ein­hverja mánuði,“ seg­ir Odd­ur um stöðu rann­sókn­ar­inn­ar. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka