Sífellt fleiri gestir sækja í Bláa lónið

Frá Blá lóninu.
Frá Blá lóninu. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Um 1,3 milljónir gesta sóttu Bláa lónið heim á nýliðnu ári og nam fjölgunin milli ára um 16%.

Grímur Sæmundsen, forstjóri fyrirtækisins, segir að þrátt fyrir hinn gríðarlega fjölda sé enn ekki uppselt í lónið og að hann geri ráð fyrir 5-6% fjölgun gesta á nýju ári.

Þegar nýtt hótel fyrirtækisins verður tekið í gagnið í apríl næstkomandi má gera ráð fyrir því að heilsársstörf á vettvangi þess verði um 600, að því er fram kemur í umfjöllun um Bláa lónið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert