Fengu SMS frá forseta

Guðni Th. Jóhannesson
Guðni Th. Jóhannesson mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Mig rekur ekki minni til þess að forseti hafi áður sent starfsfólki Landspítala svona kveðju, en hann hefur sýnt spítalanum mikinn áhuga og velvild,“ segir Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðarmaður forstjóra Landspítala, í samtali við Morgunblaðið.

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sendi henni SMS-skeyti að kvöldi 27. desember sl., og bað fyrir kveðju til starfsfólks spítalans, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Tilefni skeytasendingarinnar var alvarlegt umferðarslys sem átti sér stað vestan við Kirkjubæjarklaustur fyrrgreindan dag. Kínversk kona á þrítugsaldri lést í slysinu en alls voru 22 fluttir með þyrlum Landhelgisgæslu Íslands á sjúkrahús, þar af 12 á Landspítala. Af þeim er einn enn á gjörgæsludeild og fjórir eru á almennum legudeildum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert