Metnaður til forystu í jafnrétti

Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar og fyrrverandi félags- og jafnréttismálaráðherra.
Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar og fyrrverandi félags- og jafnréttismálaráðherra. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Það er gam­an að sjá að alþjóðleg­ir fjöl­miðlar fylgj­ast með að lög­in eru að taka gildi. Við erum stolt af því að hafa komið þessu máli í gegn og enn spennt­ari að sjá hvernig því vind­ur fram,“ seg­ir Þor­steinn Víg­lunds­son, þingmaður Viðreisn­ar, um lög um jafn­launa­vott­un sem tóku gildi í upp­hafi árs­ins en hann var fé­lags- og jafn­rétt­is­málaráðherra þegar þau voru samþykkt. Er­lend­ir fjöl­miðlar fjölluðu um gildis­töku lag­anna víða í gær.

Þor­steinn bend­ir á að frá því lög­in voru samþykkt á Alþingi hafa þau vakið tals­verða at­hygli út fyr­ir land­stein­ana og ljóst að áfram er fylgst með fram­gangi máls­ins. Til að mynda sagði banda­ríski öld­unga­deild­arþingmaður­inn Bernie Sand­ers á Face­book í gær að þjóðin þyrfti að „fylgja for­dæmi bræðra okk­ar og systra á Íslandi og krefjast sömu launa fyr­ir sömu vinnu strax, óháð kyni, upp­runa, kyn­ferði eða þjóðerni.“

Halda áfram að upp­ræta mein­semd­ir

„Á sín­um tíma kom það mér á óvart hversu mikla at­hygli þetta vakti,“ seg­ir Þor­steinn spurður hvort at­hygli er­lendra fjöl­miðla hafi komið hon­um á óvart. Hann hef­ur fengið fjöl­marg­ar fyr­ir­spurn­ir um jafn­launa­vott­un­ina og meðal ann­ars boð um að halda fyr­ir­lest­ur á ráðstefn­um í út­lönd­um. Hon­um stend­ur til boða að halda er­indi á tveim­ur ráðstefn­um í fe­brú­ar en hef­ur ekki enn tekið af­stöðu til þess hvort hann kom­ist í það sök­um anna.

„Það er gam­an að sjá að Ísland hef­ur vakið at­hygli fyr­ir þetta skref. Eins og við sögðum á sín­um tíma þá á þetta að vera metnaðar­mál fyr­ir okk­ur ver­andi þjóð sem hef­ur staðið sig vel í jafn­rétt­is­mál­um að halda áfram að hafa metnað til þess að vera í for­ystu. Það þýðir auðvitað að við þurf­um að ráðast á þess­ar helstu mein­semd­ir sem enn eru til staðar. Það er fyrst og fremst kyn­bund­inn launamun­ur og kyn­bundið of­beldi sem skipt­ir lang­mestu máli,“ seg­ir Þor­steinn.  

Skylt að sýna fram á jöfn laun fyr­ir sömu vinnu

Jafn­launa­vott­un­in nær til stórs hluta vinnu­markaðar­ins strax á fyrsta ári og því ætti ár­ang­ur­inn að sjást strax á þessu ári, að sögn Þor­steins. Aðgerðar­hóp­ur, stjórn­valda og full­trúa vinnu­markaðar­ins um launa­jafn­rétti, er starf­andi til að fylgj­ast með gangi mála. „Það er nýrr­ar stjórn­ar að fylgja þessu eft­ir. Ætli það sé ekki lík­legt að þetta verði tekið út á þessu ári eða byrj­un næsta árs,“ seg­ir Þor­steinn spurður um eft­ir­fylgni.  

Með jafn­launa­vott­un er fyr­ir­tækj­um og stofn­un­um skylt að sýna fram á að þau greiði jöfn laun fyr­ir sömu og jafn­verðmæt störf. Í lög­un­um seg­ir að fyr­ir­tæki eða stofn­un þar sem 25 eða fleiri starfs­menn starfa að jafnaði á árs­grund­velli skal öðlast vott­un að und­an­geng­inni út­tekt vott­un­araðila á jafn­launa­kerfi fyr­ir­tæk­is­ins.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert