Óörugg á ný í kjölfar aðgerðaleysis

Eva Riley sagði frá því í myndskeiði á Facebook-síðu sinni …
Eva Riley sagði frá því í myndskeiði á Facebook-síðu sinni rétt fyrir áramót að maðurinn væri enn á ný að áreita hana. Lögreglan hefði ekkert aðhafst. Skjáskot/Af Facebook

Eva Riley seg­ir það hafa gefið sér ákveðið ör­yggi er lög­regl­an lofaði því að hand­taka mann, sem hef­ur áreitt hana og hótað í fjög­ur ár, myndi hann hafa sam­band aft­ur. Þetta lof­orð var gefið er Eva og móðir henn­ar höfðu fengið nálg­un­ar­bann á mann­inn í haust. Hann hef­ur síðan þá haldið upp­tekn­um hætti og áreitt mæðgurn­ar með skila­boðum í gegn­um netið. Eva hef­ur tví­veg­is haft sam­band við lög­regl­una eft­ir að nálg­un­ar­bannið tók gildi en seg­ir ekk­ert hafa verið aðhafst. „Þegar þessu lof­orði er svo ekki fram­fylgt þá verður maður óör­ugg­ur aft­ur,“ seg­ir Eva í sam­tali við mbl.is. „Og ég bara veit ekki hvort að eitt­hvað af þessu ger­ir eitt­hvað gagn leng­ur því ég er búin að standa í þessu í fjög­ur ár.“

Er hún hafði sam­band við lög­regl­una milli jóla og ný­árs, í kjöl­far enn einna skila­boðanna frá mann­in­um, var henni sagt að koma á skrif­stofu­tíma. Það voru henni gríðarleg von­brigði og sagði hún frá því í mynd­skeiði á Face­book þann 30. des­em­ber. Færsl­unni hef­ur nú verið deilt rúm­lega 900 sinn­um. Á gamla­árs­dag hafði lög­regl­an svo sam­band við Evu og bað hana að kæra. Það ætl­ar hún að gera en mun frek­ar hefði hún kosið að lög­regl­an hefði tekið strax á mál­inu. „Nú veit hann að nálg­un­ar­bannið skipt­ir litlu.“

Metið í hvert skipti

Ásgeir Þór Ásgeirs­son yf­ir­lög­regluþjónn get­ur ekki tjáð sig sér­stak­lega um mál Evu en seg­ir að al­mennt séð fari það eft­ir eðli þeirra skila­boða sem viðkom­andi send­ir hvort brugðist sé við þegar í stað eða síðar. „Er þetta aðeins ónæði eða hót­an­ir og ef þetta eru hót­an­ir þá hvers kon­ar. Það er því metið í hvert skipti hvað ber að gera sam­stund­is.“

Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn.
Ásgeir Þór Ásgeirs­son yf­ir­lög­regluþjónn. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Ásgeir Þór seg­ir að rann­sókn­ar­lög­reglu­menn séu ekki á vakt all­an sól­ar­hring­inn en hins veg­ar sé alltaf hægt að kalla þá út þyki þess þurfa. „Ef málið er ekki þess eðlis að það séu líf og lim­ir í húfi þá get­ur verið rétt­læt­an­legt að [sá sem brotið er á] hitti rann­sókn­ar­lög­reglu­mann og jafn­vel þann sem er með málið og þekk­ir til þess á [af­greiðslu­tíma rann­sókn­ar­deild­ar].“

Hann bend­ir á að sé það hins veg­ar metið svo að viðkom­andi sé í hættu sé gripið til ráðstaf­ana strax. Ásgeir vill sem fyrr seg­ir ekki tjá sig um mál Evu sér­stak­lega hvað þetta varðar. „Það er tekið mjög al­var­lega ef fólk brýt­ur nálg­un­ar­bann en í svona net­mál­um þá þarf fólk að koma með þær sann­an­ir sem það er með á lög­reglu­stöð, skila­boð eða annað.“

Eft­ir að slíkt hef­ur verið gert og skýrsla tek­in af brotaþola er sá sem brotið hef­ur nálg­un­ar­bannið einnig boðaður í skýrslu­töku. „Sé hægt að sanna að um brot á nálg­un­ar­banni sé að ræða end­ar málið með ákæru.“

Mega ekki hafa sam­band

Í mál­um þar sem nálg­un­ar­bann er lagt á þá sem fyrst og fremst áreita fólk og hóta í gegn­um netið er það tekið fram að þeir megi ekki hafa sam­band við viðkom­andi með þeim hætti. Sé það gert er um brot á nálg­un­ar­bann­inu að ræða. 

Dæmi um skilaboð sem maðurinn sendi móður Evu í lok …
Dæmi um skila­boð sem maður­inn sendi móður Evu í lok nóv­em­ber.

Maður­inn sendi m.a. móður Evu fjöl­mörg skila­boð í nóv­em­ber og des­em­ber. Eva hef­ur bæði læst aðgangi óviðkom­andi að Snapchat og In­sta­gram vegna áreit­is­ins en maður­inn hef­ur kom­ist í kring­um það ný­verið m.a. með því að nota Snapchat-aðgang þriðja aðila til að senda henni skila­boð. Þannig hef­ur hann látið hana vita af sér, að hann sé enn að fylgj­ast með henni.

Eva þakk­ir mann­inn ekki neitt og hann hef­ur enn sem komið er ekki nálg­ast hana í eig­in per­sónu. Hann glím­ir við geðræn vanda­mál.

Þegar hann hóf að ofsækja hana hringdi hann og sendi sms-skila­boð þar sem hann játaði henni ást sína. Hann hélt að þau væru trú­lofuð og birti mynd­ir af henni víða. „Svo fór þetta út í það að ég væri að hóta hon­um og svo fór hann að senda mér ógeðslega hluti og loks morðhót­an­ir. Þegar ég fékk nálg­un­ar­bannið þá hafði hann hótað að drepa mig og fjöl­skyldu mína í heilt ár.“ 

Ótt­ast að áreitið stig­magn­ist

Hún seg­ist nú ótt­ast að áreitið eigi eft­ir að stig­magn­ast, eins og það gerði áður en nálg­un­ar­bannið var sett á. Nú seg­ir hún þá ör­ygg­is­til­finn­ingu sem bannið og lof­orð lög­regl­unn­ar veitti gufaða upp. „Mér finnst ég alls ekki ör­ugg. Þegar lög­regl­an sagði að hún myndi hand­taka hann strax þá gaf það mér ör­yggi. En það er al­veg farið núna. Held reynd­ar að ís­lenska þjóðin hafi hjálpað mér meira held­ur en lög­regl­an,“ seg­ir hún og á þar við þá umræðu sem færsla henn­ar og um­fjöll­un fjöl­miðla um málið hef­ur vakið.

Maður­inn hef­ur ekki haft sam­band við Evu eða aðra úr fjöl­skyld­unni frá því að hún birti færsl­una. Hann hafi hins veg­ar einnig dregið sig tíma­bundið í hlé eft­ir sam­bæri­lega færslu í sept­em­ber og nálg­un­ar­bannið sem sett var á í kjöl­farið. „En núna vita fleiri af hon­um. Ég vona að það hafi áhrif.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka