Alls sótti 31 um embætti dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur sem auglýst var laust til umsóknar 17. nóvember síðastliðinn. Umsóknarfrestur rann út þann 11. desember. Þrettán konur og átján karlar sóttu um embættið, en um eina stöðu dómara er að ræða.
Í tilkynningu frá dómsmálaráðuneytinu á vefsíðu Stjórnarráðs Íslands segir að miðað sé við að skipað verði í embættið frá og með 24. janúar 2018, eða hið fyrsta eftir að dómnefnd um hæfni umsækjenda um dómaraembætti hefur lokið störfum.
Umsækjendur eru:
- Arnaldur Hjartarson, aðstoðarmaður dómara við EFTA-dómstólinn
- Auður Björg Jónsdóttir, hæstaréttarlögmaður
- Ásgeir Jónsson, hæstaréttarlögmaður
- Ásgerður Ragnarsdóttir, hæstaréttarlögmaður
- Bergþóra Ingólfsdóttir, hæstaréttarlögmaður
- Bjarni Lárusson, hæstaréttarlögmaður
- Bjarnveig Eiríksdóttir, héraðsdómslögmaður
- Brynjólfur Hjartarson, lögfræðingur í samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu
- Daði Kristjánsson, saksóknari hjá embætti ríkissaksóknara
- Guðfinnur Stefánsson, aðstoðarmaður héraðsdómara
- Guðmundína Ragnarsdóttir, héraðsdómslögmaður
- Guðmundur Örn Guðmundsson, héraðsdómslögmaður
- Hákon Þorsteinsson, aðstoðarmaður héraðsdómara
- Helgi Sigurðsson, hæstaréttarlögmaður
- Hrannar Hafberg, ráðgjafi Fiskistofu
- Indriði Þorkelsson, hæstaréttarlögmaður
- Ingiríður Lúðvíksdóttir, settur héraðsdómari
- Jón Þór Ólason, héraðsdómslögmaður og lektor við Háskóla Íslands
- Jónas Jóhannsson, hæstaréttarlögmaður
- Nanna Magnadóttir, forstöðumaður úrskurðarnefndar um umhverfis- og auðlindamál
- Ólafur Freyr Frímannsson, héraðsdómslögmaður
- Pétur Dam Leifsson, dósent við lagadeild Háskóla Íslands
- Ragnheiður E. Þorsteinsdóttir, héraðsdómslögmaður og lektor við Háskólann á Akureyri
- Sigurður Jónsson, hæstaréttarlögmaður
- Sonja María Hreiðarsdóttir, lögmaður hjá embætti borgarlögmanns
- Sólveig Ingadóttir, aðstoðarmaður héraðsdómara
- Stefanía Guðrún Sæmundsdóttir, saksóknari hjá embæti ríkissaksóknara
- Stefán Erlendsson, héraðsdómslögmaður
- Valborg Steingrímsdóttir, aðstoðarmaður héraðsdómara
- Þórhildur Líndal, aðstoðarmaður héraðsdómara
- Þórir Örn Árnason, héraðsdómslögmaður