Efla þarf skaðaminnkun

Hluti þess útbúnaðar sem má nálgast í bílnum.
Hluti þess útbúnaðar sem má nálgast í bílnum. mbl.is/​Hari

Ástand heimilislausra og þeirra sem sprauta fíkniefnum í æð versnaði mikið á síðasta ári, að sögn Svölu Jóhannesdóttur, verkefnastýru Frú Ragnheiðar – skaðaminnkunarverkefnis Rauða krossins.

Frú Ragnheiður aðstoðar fólk sem sprautar vímuefnum í æð og heimilislausa einstaklinga við að lágmarka áhættuna og skaðann sem fylgir lífi þeirra.

Um 120 einstaklingar nýta sér þjónustu Frú Ragnheiðar í hverjum mánuði og hefur þeim fjölgað verulega síðustu ár. Um 80% þeirra nota vímuefni í æð og 20% eru heimilislaus. Breytingar til hins verra urðu í þessum hópi á nýliðnu ári að sögn Svölu og líkamlegu og andlegu ástandi hans hrakaði mikið, m.a vegna langrar dvalar á götunni, að því er fram kemur í umfjöllun um málefni heimilislausra í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka