Ferðaþjónustuhús við höfnina endurnýjuð

Horft eftir göngugötunni
Horft eftir göngugötunni Ljósmynd/Yrki arkitektar

Einnar hæðar verslunar- og þjónustuhús verða byggð fyrir Faxaflóahafnir meðfram norðvesturhlið Ægisgarðs við Gömlu höfnina í Reykjavík. Þetta kemur fram í deiliskipulagstillögu  svæðisins sem auglýst var í dag.

Þessir kofar eru meðal þeirra sem munu víkja fyrir nýju …
Þessir kofar eru meðal þeirra sem munu víkja fyrir nýju húsunum. Sigurgeir Sigurðsson

Ráðgert er að húsin verði um 25-60 fermetrar og eru þau ætluð undir ferðaþjónustufyrirtæki. Þau koma í stað þeirra kofa sem nú eru á svæðinu og hýsa einmitt ferðaþjónustu, einkum hvalaskoðun, en í deiliskipulagstillögunni kemur fram að þau núverandi kofar séu á óskilgreindum lóðum og jafnvel byggingarreitum.

Einnig er gert ráð fyrir stærra þjónustuhúsi við Gömlu höfnina þar sem upplýsingaþjónusta, veitingasala og salernisaðstaða verði til staðar. Þá er áætlað að koma upp samskonar smáhýsum við Vesturbugt við höfnina en þar skammt frá verða 176 íbúðir, ásamt verslunar- og þjónustuhúsnæði, byggðar á næstunni á auðu svæði.

Teikningar að Vesturbugt við Gömlu höfnina
Teikningar að Vesturbugt við Gömlu höfnina Ljósmynd/Reykjavíkurborg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert