Lögbannið snýst ekki um Bjarna Ben

Lögbannið snýst ekki um að vernda Bjarna Benediktsson fyrir umfjöllun …
Lögbannið snýst ekki um að vernda Bjarna Benediktsson fyrir umfjöllun fjölmiðla, segir lögmaður Glitnis. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lögmaður Glitn­is HoldCo. ehf., Ólaf­ur Ei­ríks­son, sagði í mál­flutn­ingi sín­um fyr­ir Héraðdómi Reykja­vík­ur í dag að ljóst væri að blaðamenn Stund­ar­inn­ar og Reykja­vík Media byggju yfir upp­lýs­ing­um um þúsund­ir fyrr­um viðskipta­vina Glitn­is og að áfram­hald­andi birt­ing frétta upp úr þess­um gögn­um gæti leitt til skaðabóta­skyldu fyr­ir Glitni.

Hann sagði eng­in for­dæmi hér­lend­is fyr­ir jafn um­fangs­mikl­um stuldi gagna sem eigi ræt­ur sín­ar að rekja til fjár­mála­fyr­ir­tæk­is, eins og í þessu máli. Málið væri í raun ein­falt, þessi gögn væru eign Glitn­is, um þau ríkti banka­leynd og þeim mætti ekki dreifa, þar sem þarna væri um að ræða einka­mál­efni ein­stak­linga og lögaðila.

„Þetta mál snýst ekki um neinn nafn­togaðan aðila eða frétta­flutn­ing um hann,“ sagði Ólaf­ur og vísaði þar til Bjarna Bene­dikts­son­ar, þáver­andi for­sæt­is­ráðherra, sem var and­lag meiri­hluta þeirra frétta sem Stund­in og Reykja­vík Media unnu upp úr gögn­un­um.

Brotið gegn lög­vörðum rétt­ind­um al­mennra borg­ara

„Kjarni máls þessa snýr að tveim­ur grund­vall­ar­spurn­ing­um,“ en þær sagði Ólaf­ur vera hvort fjöl­miðlarn­ir mættu ann­ar­s­veg­ar halda á gögn­um sem væru eign bank­ans með þeim hætti að blaðamenn gætu flett upp í þeim að vild og í öðru lagi birta upp­lýs­ing­ar úr þeim op­in­ber­lega í fjöl­miðlum.

Hann sagði liggja fyr­ir að full nöfn, kenni­töl­ur og reikn­ings­upp­lýs­ing­ar aðila sem ekki væru op­in­ber­ar per­són­ur hefðu birst í fram­setn­ingu Stund­ar­inn­ar á efni gagn­anna. Ekki hafi verið haft sam­band við þá ein­stak­linga, sem marg­ir eru tengd­ir Bjarna Bene­diks­syni fjöl­skyldu­bönd­um, hvorki fyr­ir né eft­ir birt­ingu frétta. Um­fjöll­un­in hafi brotið gegn lög­vörðum rétt­ind­um þeirra.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert