Léttbjórinn slær í gegn í verslunum

Framboð og eftirspurn eftir léttbjór hefur aukist að undanförnu.
Framboð og eftirspurn eftir léttbjór hefur aukist að undanförnu. mbl.is/Hanna Andrésdóttir

„Já, þessi sala á léttbjór er viðbót sem skiptir máli fyrir máli fyrir okkur. Ég sé líka fram á talsverða aukningu í sumar.“

Þetta segir Agnes Anna Sigurðardóttir, einn eigenda Bruggsmiðjunnar á Árskógssandi sem framleiðir Kalda í Morgunblaðinu í dag.

Síðasta árið hefur framboð á léttbjór aukist til muna í matvöruverslunum. Auk gamla góða pilsnersins er nú hægt að fá til að mynda Kalda, Bríó og Bola úti í búð. Í sumum verslunum hafa meira að segja verið fluttir inn léttbjórar frá erlendum framleiðendum á borð við Mikkeller.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert