Öllum tilboðum í sanddælur hafnað

Fæst tilboðin stóðust settar kröfur og gildu tilboðin voru vel …
Fæst tilboðin stóðust settar kröfur og gildu tilboðin voru vel yfir kostnaðaráætlun.

Ríkiskaup hafa hafnað öllum tilboðum sem bárust í fastan dælubúnað fyrir Landeyjahöfn.

Vegagerðin vinnur nú að undirbúningi nýs innkaupaferlis, að því er haft er eftir Halldóri Ó. Sigurðssyni, forstjóra Ríkiskaupa, á vefnum Eyjar.net, og er ætlunin að ljúka verkefninu eins hratt og kostur er.

Ríkiskaup buðu út sanddælurnar fyrir Vegagerðina fyrr í vetur. Fyrirhugað er að setja upp tvær dælur sem festar verða á krana á haus beggja hafnargarðanna og notaðar til að dæla sandi úr innsiglingunni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert